Aðstoð við egglos

Ef óregla er á egglosi dugir stundum að ná fram egglosi eftir væga örvun á eggjastokkum með töflum eða sprautu. Ef sæðissýnið er eðlilegt eru ágætar líkur á að par nái þungun með því að reyna sjálft heima. Hægt er reyna þessa aðferð í nokkur skipti og ef engin þungun hefur orðið er næsta skref tæknifrjóvgun.