Mikilvægar dagsetningar fyrir fólk í meðferð sumarið 2024

3 Jun 2024

Livio Reykjavík verður lokað vegna sumarleyfis starfsfólks frá  15. júlí – 5. ágúst. 

Síðasti dagur eggheimtu verður föstudagur 5. júlí.

Síðasti dagur fyrir eggfrystingar verður fimmtudagur 11.júlí.

Síðasti dagur fyrir almenna sæðisrannsókn verður fimmtudagur 11. júlí.

Síðasti dagur fyrir uppsetningu ferskra fósturvísa verður fimmtudagurinn 11. júlí.

Síðasti dagur fyrir uppsetningu frystra fósturvísa verður fimmtudaginn 11. júlí.

Síðasti dagur fyrir tæknisæðingu verður föstudagur 12. júlí.

Við opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst kl. 8:00.

Fyrsti dagur fyrir almenna sæðisrannsókn verður þriðjudagur 6. ágúst.

Fyrsti dagur eggheimtu verður mánudagur 12. ágúst.

Fyrsti dagur fyrir uppsetningu á frystum fósturvísum verður mánudagur 12. ágúst.

Fyrsti dagur fyrir tæknisæðingu verður mánudaginn 12. ágúst.

Vinsamlegast athugið að tímabilið 15. júlí til 5. ágúst verður hvorki símtölum né tölvupóstum svarað.